Grindavíkurkonur þurfa kraftaverk
3-0 tap á Skaganum og Pepsí deildin fjarlægist
Grindavíkurkonur þurfa að gjörsigra ÍA í síðari viðureign liðanna á miðvikudag í Grindavík eftir að Skagakonur unnu sannfærandi 3-0 sigur á heimavelli sínum í gærkvöldi.
Staðan í hálfleik var 1-0 en heimakonur komust þá yfir með marki Unnar Ýr Haraldsdóttur á 16. mínútu og ÍA komið í góð mál. Í síðari hálfleik tókst ÍA að koma boltanum tvisvar í mark Grindvíking, fyrri til var Unnur Ýr Haraldsdóttir á 64. mínútu með marki úr vítaspyrnu og það var svo Heiður Heimisdóttir sem innsaglaði öuggan sigur á 72. mínútu.
Þessi úrslit þýða að Grindavíkurkonur þurfa að vinna með a.m.k. þriggja marka mun á heimavelli sínum á miðvikudag þegar liðin leika öðru sinni en úrslitin eru vonbrigði þar sem að Grindavíkurkonur hafa verið virkilega sannfærandi í allt sumar og komust örugglega áfram uppúr riðlakeppni Íslandsmótsins. Þetta var jafnframt langstærsti ósigur Grindavíkur í sumar.
Leikurinn á Grindavíkurvelli verður flautaður á kl. 17:15 á miðvikudag.