Grindavíkurkonur gerðu jafntefli við Hauka í Lengjubikarnum
Grindavíkurkonur hófu leik í Lengjubikarnum á laugardaginn þegar þær gerðu jafntefli við Hauka í Reykjaneshöllinni, 2-2.
Staðan í hálfleik var 1-2 fyrir Hauka en það var Guðrún Bentína Frímannsdóttir sem kom Grindvíkingum yfir áður en Haukastúlkur náðu að skora tvö mörk fyrir hálfleik.
Grindvíkingar jöfnuðu svo leikinn á 74. mínútu með marki frá Helgu Guðrúnu Kristinsdóttur og þar við sat.
Grindav´+ikurstúlkur leika næst við Víking frá Ólafsvík í Akrenshöllinni næsta laugardag.