Grindavíkurkonur fikra sig nær toppnum
Einn leikur fór fram í Iceland Express deild kvenna í dag þegar botnlið Breiðabliks tók á móti sjóðheitum Grindavíkurkonum sem hafa verið á mikilli siglingu að undanförnu. Skemmst er frá því að segja að Grindavíkurkonur höfðu 14 stiga sigur í leiknum 57-71.
Lítið var skorað í upphafi leiks en staðan að loknum 1. leikhluta var 7-15 Grindavík í vil. Í hálfleik var munurinn kominn upp í 20 stig, 21-41.
Blikakonur náðu að rétta aðeins úr kútnum í síðari hálfleik og lauk leiknum með 13 stiga sigri Grindavíkur, 57-71.
Tamara Bowie var stigahæst að vanda í Grindavíkurliðinu með 28 stig og 19 fráköst. Hjá Breiðablik fór Telma B. Fjalarsdóttir á kostum með 21 stig og 18 fráköst. Stigahæst í liði Blika var nýi bandaríski leikmaðurinn Victoria Crawford með 22 stig.
VF-mynd/ Þorsteinn G. Kristjánsson