Grindavíkurkonur enn taplausar
Grindavík er með átta stig eftir fjóra leiki í B-riðli 1. deildar kvenna í knattspyrnu eftir markalaust jafntefli við Fjölni á útivelli á sunnudag. Grindavík vann fyrstu tvo leiki sína á tímabilinu en hefur nú gert jafntefli í tveimur síðustu leikjum sínum. Liðið er því enn taplaust í deildinni.
Næsti leikur liðsins fer fram annað kvöld en þá mætir Grindavík nágrönnum sínum úr Keflavík í Suðurnesjaslag.
Keflavík hefur ekki farið vel af stað í sumar og er liðið stigalaust eftir þrjá leiki. Íris Björk Rúnarsdóttir skoraði bæði mörk liðsins í 2-3 tapi gegn Sindra á laugardag.