Grindavíkurkonur efstar eftir sigur gegn Haukum
Keflvíkingar töpuðu í Mosfellsbæ
Grindvíkingar voru fljótir að jafna sig eftir tapið gegn Keflvíkingum á dögunum í 1. deild kvenna í fótboltanum. Þær unnu í gær öruggan 0-3 sigur á Haukum þar sem Lauren Brennan skoraði tvö mörk og Marjani Hing-Glover eitt. Aðeins fimm mínútum eftir að Grindvíkingar komust yfir þegar fyrri hálfleikur var rúmlega hálfnaður, þá fékk leikmaður Hauka að líta rauða spjaldið. Grindvíkingar skoruðu tvö mörk til viðbótar í síðari hálfleik og unnu þægilegan sigur. Eftir þrjá leiki eru Grindvíkingar með sex stig og dvelja í efsta sæti B-riðils.
Grannar þeirra úr Keflavík þurftu að sætta sig við tap á útivelli gegn Aftureldingu. Lokastaðan 1-0 fyrir heimakonur þar sem markið kom eftir harða sókn á 70. mínútu. Stelpurnar börðust vel en Afturelding reyndist sterkari að þessu sinni. Keflvíkingar eru með sex stig líkt og grannar þeirra en aðeins markatala skilur að efstu fimm liðin sem eru jöfn að stigum,