Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindavíkurkonur áfram í Borgunarbikarnum
Grindavíkurkonur fagna marki í leiknum gegn Augnablik - mynd:grindavik.net
Þriðjudagur 9. júní 2015 kl. 14:00

Grindavíkurkonur áfram í Borgunarbikarnum

Taplausar í 1. deild kvenna og uppgjör toppliðana í kvöld!

Grindavíkurkonur eru komnar í 8 liða úrslit Borgunarbikarsins eftir 2-0 sigur á Augnablik á sunnudag.

Bentína Frímannsdóttir kom UMFG yfir á 36. mínútu og það var svo Sashana Campbell sem innsiglaði sigurinn með marki á 90. mínútu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Grindavíkurkonur hafa byrjað leiktímabilið vel og eru á toppi B-riðils 1. deildar kvenna með 6 stig og hafa ekki tapað leik.

Liðið leikur í kvöld gegn Fram á Grindavíkurvelli kl. 20 en liðin eru jöfn á toppi riðilsins og er því um uppgjör toppliðana að ræða.