Grindavíkurblaðran sprungin?
- Stórtap gegn Stjörnunni
Grindvíkingar töpuðu stórt gegn Stjörnunni í Pepsi-deild karla á Íslandsmótinu í knattspyrnu í gærkvöldi. Stjarnan vann 5:0 sigur á Grindvíkingum í Garðabæ.
Þetta er annað stórtapið hjá Grindavík í röð en Grindvíkingar töpuðu á dögunum 4:0 fyrir Fjölni og hafa því fengið á sig 9 mörk í tveimur leikjum.
Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindvíkinga, var ekki sáttur við sína menn eftir leikinn og sagðist í samtali við fjölmiðla skammast sín fyrir liðið og frammistöðu þess.
Grindvíkingar eru í 3. sæti deildarinnar með 21 stig. Stjarnan er einnig með 21. stig og í 2. sæti en miklu betri markatölu. Hvort Grindavíkurblaðran sé sprungin á eftir að koma í ljós en næsta viðureign Grindvíkina er gegn Víkingi R. í Grindavík á mánudag eftir viku.