Grindavíkur appið komið í loftið
Nýtt Grindavíkur smáforrit eða app eins og það er jafnan kallað, hefur verið tekið í notkun. Hægt er að nálgast appið í Play Store fyrir tæki sem keyra á Android-stýrikerfi og iTunes-verslun fyrir Apple tæki. Hugmyndin að GrindavíkurAppinu kom á fundi Ungmennaráðs sem vildi fá aðgengilegt app fyrir Grindavík þar sem hægt væri að slá nokkrar flugur í einu höggi.
Ungmennaráð Grindavíkur sá um undirbúnings- og hugmyndavinnu í samvinnu við Sigurpál Jóhannsson forritara. Um grafík sá Gunnar Júlíusson. Lagt var upp með eftirfarandi þætti:
Viðburðir: Hafa gott yfirlit yfir alla viðburði í bænum. Hægt er að velja þá viðburði sem þú hefur áhuga á og applið lætur þig vita með fyrirvara svo þú gleymir þér ekki.
Fréttir: Allir fréttir á heimasíðu Grindavíkurbæjar fara beint inn á appið.
Stofnanir: Helstu upplýsingar um stofnanir í bænum. Aðgengilegt og þægilegt.
Hafðu samband: Hægt að hafa beint samband við Grindavíkurbæ og stofnanir hans.
Atvinna: Upplýsingar um atvinnu sem auglýst er hverju sinni.
Samfélagsmiðlar: Geta farið beint inn á samfélagsmiðla sem tengjast bænum.
Veður: Hvernig er veðrið í dag og næstu daga? Beintenging.
Ferðaþjónusta: Þeir sem hafa áhuga að fara til Grindavíkur geta fundið helst upplýsingar um ferðaþjónustu í Grindavík. (beintengt við www.visitgrindavik.is).
Bæjarmál: Þeir sem hafa áhuga á bæjarmálefnum geta fengið upplýsingar um skipan nefnda og fundargerðir.
Samgöngur: Helstu upplýsingar um samgöngur til og frá Grindavík.
Dagskrá Menningavikunnar 12.-20. mars verður í GrindavíkurAppinu.
Appið verður í sífelldri þróun og því er mikilvægt að Ungmennaráðið fái viðbrögð svo hægt sé að lagfæra vankanta og einnig ef einhverjir eru með góðar hugmyndir til að hafa þarna inni.