Grindavíkingar fá Flake
Darrel Flake er á leið til Íslands til að spila með Grindavík í úrvaldsdeild karla í körfuknattleik. Grindvíkingar hafa leikið kanalausir um hríð eftir að Amani Bin Daanish var látinn fara.
FriðrikiRagnarssoni, þjálfari Grindvíkinga, segir í samtali við karfan.is að von sé á Flake nú í vikunni og hann muni hugsanlega leika með liðinu gegn Breiðablik á fimmtudaginn.
Darrel Flake er ekki ókunnugur íslenskum körfubolta. Hann lék með KR tímabilið 2002-2003, lék eitt tímabil með Fjölni, svo Skallagrími, Blikum og loks Tindastóli þaðan sem hann var sendur heim í fyrravetur. Flake hefur leikið 100 deildarleiki í efstu deild og skorað 23,0 stig að meðaltali í leik.
---
Mynd/www.karfan.is