Grindavík vann tvisvar fyrir norðan
Grindavíkurstúlkur unnu tvo sigra fyrir norðan um helgina og Njarðvík vann Hamar í 1. deild kvenna í körfubolta sl. laugardag. Grindvíkingar eru í 2. sæti deildarinnar en UMFN í því fjórða.
Grindavíkurstúlkur gerðu góða ferð norður í land um helgina. Í fyrri leiknum á laugardag unnu þær Tindastól nokkuð sannfærandi þar sem Ólöf Rún Óladóttir skoraði mest hjá Grindavík eða 25 stig. Lokatölur urðu 69-84. Í seinni leiknum sem var í gær, sunnudag, vann Grindavík Þór á Akureyri 50-62. Þá skoraði Hrund Skúladóttir 19 stig og tók 6 fráköst.
Tindastóll-Grindavík 69-84 (16-17, 15-18, 19-23, 19-26)
Grindavík: Ólöf Rún Óladóttir 25, Hannah Louise Cook 18/11 fráköst/5 stolnir, Hrund Skúladóttir 10/8 fráköst/7 stoðsendingar, Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir 9, Ingibjörg Jakobsdóttir 8/5 fráköst, Elsa Albertsdóttir 3/8 fráköst, Arna Sif Elíasdóttir 3, Thea Ólafía lucic Jónsdóttir 2, Angela Björg Steingrímsdóttir 2, Andra Björk Gunnarsdóttir 2/4 fráköst, Sædís Gunnarsdóttir 2, Anna Margrét Lucic Jónsdóttir 0.
Þór Akureyri-Grindavík 50-62 (7-13, 20-24, 8-14, 15-11)
Grindavík: Hrund Skúladóttir 19/6 fráköst/5 stoðsendingar, Ólöf Rún Óladóttir 11/9 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 11/7 fráköst, Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir 10/5 fráköst, Elsa Albertsdóttir 5, Andra Björk Gunnarsdóttir 4/4 fráköst, Anna Margrét Lucic Jónsdóttir 2, Arna Sif Elíasdóttir 0, Thea Ólafía lucic Jónsdóttir 0, Sædís Gunnarsdóttir 0, Angela Björg Steingrímsdóttir 0.
Njarðvík vann Hamar eftir spennandi leik í Ljónagryfjunni 66-60 í jöfnum leik. Kamilla Sól Viktorsdóttir skoraði 16 stig og tók 7 fráköst og var atkvæðamest að venju hjá ungu ljónunum.
Njarðvík-Hamar 66-60 (16-6, 15-18, 16-14, 19-22)
Njarðvík: Kamilla Sól Viktorsdóttir 16/7 fráköst, Lára Ösp Ásgeirsdóttir 11/4 fráköst, Erna Freydís Traustadóttir 11, Vilborg Jónsdóttir 9/7 fráköst/7 stoðsendingar, Jóhanna Lilja Pálsdóttir 7, Júlia Scheving Steindórsdóttir 5/4 fráköst, Eva María Lúðvíksdóttir 3, Helena Rafnsdóttir 2/4 fráköst/3 varin skot, Ása Böðvarsdóttir-Taylor 2, Þuríður Birna Björnsdóttir 0, Emelía Ósk Grétarsdóttir 0, Sigurveig Sara Guðmundsdóttir 0.