Grindavík vann stórsigur á KR
Grindavíkurstúlkur unnu stóran og sannfærandi sigur á botnliði KR í 1. deild kvenna í kvöld. Lokatölur voru 34-54 þar sem heimaliðið sá aldrei nokkru sinni til sólar.
Sigurinn var síst of stór þar sem Henning Henningsson, þjálfari Grindavíkur gat leyft sér þann munað að hvíla allt byrjunarlið sitt síðustu 16 mínúturnar í leiknum.
KR skoraði einungis 2 stig í fyrsta leikhluta og munurinn var 19 stig í hálfleik, 10-29.
„Þetta var mjög létt,“ sagði Henning í samtali við Víkurfréttir. „Stelpurnar mættu grimmar til leiks frá byrjun og kláruðu þennan leik mjög fljótt.“
VF-mynd úr safni