Grindavík vann Njarðvíkinga tæpt. Ótrúlegir yfirburðir Keflavíkur gegn Breiðablik
Grindavík sótti Njarðvík heim í Hópbílabikar kvenna í kvöld í enn einum leiknum milli þessara liða á stuttum tíma. Lokatölur voru 53-57 fyrir Grindavík eftir að heimastúlkur höfðu leitt óvænt allan leikinn.
Nánari upplýsingar um leikinn innan tíðar...
Keflavík vann á meðan ótrúlegan stórsigur á Breiðabliki. Lokatölur þar voru 143-54... já 143-54 fyrir Keflavík.
Meistararnir komust í 30-0 á fyrstu fimm mínútum leiksins og eftir það var engin spurning hvernig færi. Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari stúlknanna sagði að hann hefði leyft ungu stelpunum að spila, ekki pressað og tekið því rólega en munurinn hafi engu að síður aukist stig af stigi. „Það er nú ekkert gaman að svona leikjum. Þeta var bara skylduverkefni sem við erum búin með.“ Fróðlegt verður að sjá hvernig seinni leikur liðanna fer í Sláturhúsinu en með 89 stiga forskot fyrir leikinn er nákvæmlega sama hverjum Sverrir teflir fram... Það er raunar spurning hvort 40 mínútur dugi Breiðabliki til að skora 90 stig aleinar í íþróttahúsinu.
Reshea Bristol var stigahæst Keflvíkinga með 36 stig á aðeins 12 mínútum og Birna Valgarðsdóttir kom næst með 24.
VF-mynd/Hilmar Bragi: Úr leik Grindavíkur og Njarðvíkur í kvöld