Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindavík vann Njarðvík
Miðvikudagur 24. nóvember 2004 kl. 22:58

Grindavík vann Njarðvík

Grindavík er jöfn ÍS í öðru sæti 1. deildar kvenna í körfuknattleik eftir 14 stiga sigur á Njarðvík, 77-63, á heimavelli sínum í kvöld. Njarðvík er í næst-neðsta sæti með einungis einn sigur.

Leikurinn var jafn í fyrsta fjórðungi og var staðan 19-14 fyrir heimastúlkur að honum loknum. Þá tóku heimastúlkur all verulega á því og siglu famúr. Staðan var 46-24 í hálfleik og Grindavík í góðri stöðu.

Í seinni hálfleik sóttu Njarðvíkingar á en náðu ekki að saxa verulega á forskotið og heimasigur var staðreynd.

Erla Reynisdóttir átti góðan leik fyrir Grindavík og skoraði 19 stig, þar af 15 úr 3ja stiga körfum. Svandís Sigurðardóttir var einnig öflug undir körfunni og tók 16 fráköst.

Tölfræði leiksins

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024