Grindavík vann ÍS eftir framlengingu
Grindavík sigraði ÍS í framlengdum leik í Iceland Expressdeild kvenna í körfuknattleik í gær. Lokatölur voru 62-84.
Þrátt fyrir að Grindvíkingar séu hærra skrifaðar, komu stúdínur, sem léku á heimavelli, mjög á óvart í upphafi leiks og höfðu forystu, 23-9 eftir fyrsta leikhluta.
Grindvíkingar komust þó fljótlega aftur inn í leikinn og höfðu forystu í hálfleik, 29-31.
Leikurinn var jafn eftir það og eftir 40 mínútur höfðu bæði lið skorað 60 stig þannig að grípa þurfti til framlengingar. Þar höfðu liðin einungis skorað 2 stig hvort þar til þhildur Sigurðardóttir gerði sigurkörfuna á síðustu mínútu leiksins.
Tamara Bowie var stigahæst Grindvíkinga með 19 stig og 12 fráköst, en Hildur átti stórleik þar sem hún gerði 15 stig og tók 22 fráköst auk þess sem hún gaf 8 stoðsendingar.
Stella Kristjánsdóttir var stigahæst ÍS með 19 stig og Helga Jónasdóttir gerði 16 og tók 14 fráköst.
Tölfræði leiksins
VF-mynd úr safni - Hildur í leik gegn Breiðabliki fyrr í vetur