Grindavík vann granna sína í Keflavík 10-0!
Grindavíkurkonur voru í miklu stuði á Grindavíkurvelli í gær þegar liðið mætti Keflavík í 1. deild kvenna. Leikurinn lyktaði með 10-0 sigri Grindavíkur sem var 7-0 yfir í hálfleik. Bæði þær Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir og Margrét Albertsdóttir skoruðu þrennu. Anna Þórunn Guðmundsdóttir skoraði tvívegis en þær Ágústa Jóna Heiðdal og Þórkatla Sif Albertsdóttir sitt markið hver.
Með sigrinum er Grindavík komið með 11 stig eftir fimm leiki í B-riðli 1. deildar kvenna en liðið hefur unnið þrjá leiki og gert tvö jafntefli. Liðið er aðeins tveimur stigum á eftir Völsungi og á leik inni á Húsavíkurkonur.
Keflavík er hins vegar í slæmri stöðu og er án stiga eftir fjóra leiki.
Grindavík - Keflavík 10-0
1-0 Margrét Albertsdóttir (7’)
2-0 Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir (12')
3-0 Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir (20')
4-0 Þórkatla Sif Albertsdóttir (22')
5-0 Anna Þórunn Guðmundsdóttir (24')
6-0 Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir (36')
7-0 Anna Þórunn Guðmundsdóttir (41’)
8-0 Ágústa Jóna Heiðdal (59’)
9-0 Margrét Albertsdóttir (65')
10-0 Margrét Albertsdóttir (71')
Rautt spjald: Örn Sævar Júlíusson (90’)