Grindavík vann en Njarðvík tapaði
Grindavík vann Þór Akureyri tvívegis í 1. deild kvenna í körfubolta en leikið var suður með sjó laugardag og sunnudag. Lokatölur urðu 87-67 og 76-58 í seinni leiknum og var sigur þeirra grindvísku aldrei í hættu í báðum leikjunum.
Fjölnir er í efsta sætinu og Grindavík í öðru. Njarðvíkurstúlkur ættu að tryggja sér 4. sæti en fjögur efstu liðin fara í úrslitakeppni þar sem sigurliðið í þeirri keppni fer upp í efstu deild á næsta tímbili.
Njarðvík mætti Tindastól í vikunni og mátti þola tap á heimavelli 63-69. Liðið er í baráttu við ÍR og Tindastól um 4. sætið og er með 4 stigum meira en ÍR hefur leikið einum leik minna.
Grindavík-Þór Akureyri 76-58 (26-26, 20-4, 16-12, 14-16)
Grindavík: Hannah Louise Cook 25/17 fráköst/5 stolnir/3 varin skot, Ingibjörg Jakobsdóttir 12, Ólöf Rún Óladóttir 11, Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir 9, Sædís Gunnarsdóttir 5, Thea Ólafía lucic Jónsdóttir 4/4 fráköst, Hrund Skúladóttir 4/6 fráköst/6 stoðsendingar, Angela Björg Steingrímsdóttir 2/6 fráköst, Andra Björk Gunnarsdóttir 2, Anna Margrét Lucic Jónsdóttir 2.
Grindavík-Þór Akureyri 87-67 (29-16, 25-19, 17-14, 16-18)
Grindavík: Ólöf Rún Óladóttir 20, Hannah Louise Cook 19/6 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 14/4 fráköst/5 stolnir, Hrund Skúladóttir 10/8 fráköst/6 stoðsendingar, Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir 10, Sædís Gunnarsdóttir 7, Angela Björg Steingrímsdóttir 3, Andra Björk Gunnarsdóttir 2/6 fráköst, Thea Ólafía lucic Jónsdóttir 2/5 fráköst, Anna Margrét Lucic Jónsdóttir 0.
Njarðvík-Tindastóll 63-69 (15-20, 18-15, 8-18, 22-16)
Njarðvík-Tindastóll 63-69 (15-20, 18-15, 8-18, 22-16)
Njarðvík: Jóhanna Lilja Pálsdóttir 19/7 fráköst, Erna Freydís Traustadóttir 15/7 fráköst/5 stoðsendingar, Þuríður Birna Björnsdóttir 8/5 fráköst, Júlia Scheving Steindórsdóttir 6/10 fráköst, Kamilla Sól Viktorsdóttir 5/12 fráköst/5 stoðsendingar, Anna Lilja Ásgeirsdóttir 4, Helena Rafnsdóttir 3/4 fráköst, Lára Ösp Ásgeirsdóttir 3/4 fráköst, Emelía Ósk Grétarsdóttir 0, Eva María Lúðvíksdóttir 0, Sigurveig Sara Guðmundsdóttir 0, Ása Böðvarsdóttir-Taylor 0.