Grindavík vann eftir framlengingu
Grindavík vann sigur á Keflavík í framlengdum baráttuleik í undanúrslitum Iceland Expressdeildar kvenna í dag, 100-94. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 91-91, en Tamara Bowie hafði jafnað leikinn skömmu áður en tíminn rann út.
Staðan í einvígi liðanna er því 1-1 og mætast liðin í þriðja sinn á þriðjudag.
Nánar um leikinn síðar...