Grindavík vann B-lið Hauka
Grindavíkurstúlkur eru komnar áfram í 8-liða úrslit Lýsingarbikarsins í körfuknattleik en liðið lagði Hauka-B að velli í kvöld 55-94. Leikurinn var jafn á fyrstu mínútum leiksins en í stöðunni 8-8 tók Grindavík öll völd á vellinum og stungu af og höfðu að lokum góðan sigur.
B-lið Hauka spilar í 1. deild kvenna og hefur staðið sig vel í vetur, er í 2. sæti með fimm sigra í sex leikjum. Með liðinu léku nokkrar gamlar kempur eins og þær Hafdís Hafberg, Sóley Indriðadóttir og Guðbjörg Norðfjörð.
Joanna Skiba var stigahæst í Grindavík með 31 stig, 9 stolna bolta og sex stoðsendingar. Jovana Lilja Stefánsdóttir skorað 11 stig og Tiffany Roberson var með tvennu 11 stig og 10 fráköst.
Hjá Haukum var Heiðrún Jónsdóttir með 21 stig og næst henni var María Lind Sigurðarsdóttir með 12 stig.
VF-mynd/Stefán Þór Borgþórsson –