Íþróttir

Grindavík úr leik: Njarðvíkingar einir eftir
Laugardagur 22. september 2007 kl. 19:27

Grindavík úr leik: Njarðvíkingar einir eftir

Suðurnesjaliðin Grindavík og Keflavík eru úr leik í Poweradebikarkeppni karla en Grindavík lá gegn Skallagrím í Röstinni í dag. Skallagrímsmenn gerðu góða ferð Suður með sjó og höfðu 91-100 sigur á Grindvíkingum. Jonathan Griffin fór á kostum í liði Grindavíkur í dag og gerði alls 45 stig, tók 15 fráköst og stal 6 boltum sem þýðir að restin af Grindavíkurliðinu hefur líkast til aðeins verði að fylgjast með Griffin inni á vellinum

 

Keflvíkingar féllu úr leik fyrr í vikunni eftir ósigur gegn Þór Akureyri en Njarðvíkingar hefja leik á morgun þegar þeir taka á móti ÍR í Ljónagryfjunni kl. 19:15. Njarðvík er eina Suðurnesjaliðið sem er eftir í keppninni en á morgun mæta Íslandsmeistarar KR Hamri frá Hveragerði.

 

Undanúrslitin í Poweradebikarnum fara svo fram fimmtudaginn 27. september.

 

VF-Mynd/ Stórleikur hjá Jonathan Griffin dugði ekki til fyrir Grindvíkinga í dag.