Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindavík úr leik
Þriðjudagur 9. mars 2010 kl. 08:54

Grindavík úr leik


Grindavík er úr leik í Iceland Express deild kvenna eftir ósigur gegn Haukum í gær í seinni viðureign liðanna um sæti í undanúrslitunum. Leikið var á Ásvöllum og lauk leiknum með sjö stiga sigri heimamanna, 81-74. Haukastúlkur unni fyrri leikinn 88-82.
Liðin voru jöfn eftir fyrsta leikhlutann, 23-23 og þannig var leikurinn lengst framan af – stál í stál. Staðan í hálfleik var 41-38 Haukum í vil.
Eftir þriðja leikhlutann munaði aðeins einu stigi á liðunum, 56-57 fyrir Grindavík og ljóst að stefndi í æsispennandi lokakafla. Sú varð raunin og úrslitin réðust undir það síðasta.
Hjá Grindavík var Michele DeVault stigahæst með 26 stig og 10 fráköst og Joanna Skiba var með 16 stig og 5 stoðsendingar

Mynd: Hörkubarátta og óbærileg spenna einkenndi leik Hauka og Grindavíkur. www.karfan.is - Tomasz Kolodziejski

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024