Grindavík úr leik
Grindavík er úr leik í Subway bikarkeppni karla í körfuknattleik. Liðið tapaði gegn KR í DHL-höllinni í dag 82 – 70.
KR-ingar komu gríðarlega vel stemmndir til leiks og fóru á kostum í fyrsta fjórðungi. Staðan eftir hann var 26-12 og var sigur KR aldrei í sérstakri hættu eftir það.
Nick Bradford var stigahæstur í liði Grindavíkur með 27 stig.
Á morgun mætast Njarðvík og Stjarnan í Garðabæ og þá kemur í ljós hvort liðið mætir KR í úrslitaleiknum í Höllinni.
Keflavík fær Val í heimsókn á morgun í undanúrslitum kvenna og hefst leikurinn kl. 16.