Grindavík úr leik
Grindvíkingar töpuðu í gær gegn ÍA, 1-0, í 8-liða úrslitum Visa-bikars karla í knattspyrnu en leikurinn fór fram á Skipaskaga. Það var Ólafur Örn Bjarnason sem skoraði sjálfsmark sem var eina markið sem skildi liðin að. Heimamenn voru sterkari aðilinn í leiknum og unnu sanngjarnan sigur. Gestirnir úr Grindavík fengu varla færi í leiknum fyrir utan eitt skot í stöng.Grindvíkingar léku án Ólafs Gottskálkssonar sem er meiddur en í stað hans var hinn ungi Helgi Már Helgason í markinu. Hann stóð sig með mikilli prýði í sínum fyrsta leik á tímabilinu og ekki við hann að sakast að liðið hafi tapað.
Það er annars af Grindvíkingum að frétta að þeir eru enn að reyna að styrkja lið sitt með framherja fyrir lokahelming Íslandsmótsins. Bjarni Jóhannsson þjálfari liðsins sagði í samtali við Morgunblaðið í morgun að þeir væru með Dana í sigtinu en vildi í raun lítið meira segja um það.
Það er annars af Grindvíkingum að frétta að þeir eru enn að reyna að styrkja lið sitt með framherja fyrir lokahelming Íslandsmótsins. Bjarni Jóhannsson þjálfari liðsins sagði í samtali við Morgunblaðið í morgun að þeir væru með Dana í sigtinu en vildi í raun lítið meira segja um það.