Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindavík upp fyrir Þór eftir sjöunda sigurinn í röð
Dederick Basile var stigahæstur Grindvíkinga með 27 stig en næstir komu Daniel Mortensen með 24 stig og Deandre Kane með 20 stig. Mynd úr safni VF/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
föstudaginn 9. febrúar 2024 kl. 08:38

Grindavík upp fyrir Þór eftir sjöunda sigurinn í röð

Grindvíkingar unnu sjöunda sigur sinn í röð þegar þeir lögðu Þór í Þorlákshöfn í gær og með sigrinum höfðu liðin sætaskipti. Grindavík var eina Suðurnesjaliðið sem lék í gær í Subway-deild karla í körfuknattleik en bæði Keflavík og Njarðvík áttu heimaleiki sem þurfti að fresta vegna aðstæðna í Reykjanesbæ eftir að hitaveitulögn fór í sundur við Svartsengi.

Þór Þ. - Grindavík 84:92

Grindvíkingar eru búnir að vera sjóðheitir að undanförnu og sýna að þeir ætla að gera tilkall til bikarsins í ár. Sigurinn í gær kom þeim í sama stigafjölda og Keflavík, Njarðvík og Þór en Keflavík og Njarðvík eiga bæði leik til góða. Grindavík fer upp fyrir Þór á töflunni vegna innbyrðis viðureigna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Leikurinn var jafn og spennandi fyrstu þrjá leikhlutana, heimamenn hófu leikinn örlítið betur og voru með nokkurra stiga forskot lengst af en í upphafi fjórða leikhluta var allt jafnt (64:64).

Grindvíkingar sýndu styrkk sinn í byrjun leikhlutans og tóku öll völd á vellinum. Varnarleikur Grindvíkinga hélt Þórsurum niðri og Grindavík setti niður góð skot, staðan var orðin 72:83 þegar fjórar mínútur lifðu leiks.

Þetta ellefu stiga forskot voru Þórsarar aldrei að fara að vinna upp og Grindavík fór heim með enn einn sigurinn í farteskinu.