Grindavík um miðja Inkasso-deild kvenna
Grindavík og Fjölnir gerðu markalaust jafntefli í Inkasso-deild kvenna á föstudag. Leikurinn fór fram á Fjölnisvellinum.
Grindavíkingar eru um miðja deild, í 5. sæti, eftir fimm umferðir með átta stig. Þær hafa unnið tvo leiki, gert tvö jafntefli og tapað einum leik.
Næsti leikur Grindavíkurkvenna er í Grindavík 3. júlí gegn ÍR, sem er botnlið deildarinnar og án stiga.