Grindavík-Þróttur í kvöld
Grindvíkingar mæta Þrótti Reykjavík í VISA bikarkeppninni í knattspyrnu í kvöld en Þróttarar leika í 1. deild. Aðeins þrír leikir eru eftir í 16 liða úrslitum karla og hefst leikur Grindavíkur og Þróttar í kvöld kl. 19:15 á Valbjarnarvelli.
Það lið sem sigrar í leiknum í kvöld heldur áfram inn í 8 liða úrslit keppninnar. Grindvíkingar eru í 3. sæti Landsbankadeildarinnar en Þróttarar verma 2. sæti 1. deildar og þykja líklegir kandídatar í Landsbankadeildina á næstu leiktíð.
Það lið sem sigrar í leiknum í kvöld heldur áfram inn í 8 liða úrslit keppninnar. Grindvíkingar eru í 3. sæti Landsbankadeildarinnar en Þróttarar verma 2. sæti 1. deildar og þykja líklegir kandídatar í Landsbankadeildina á næstu leiktíð.