Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindavík tekur þátt í Hreyfiviku
Grindavík. Ljósmynd: OZZO
Miðvikudagur 16. september 2015 kl. 10:14

Grindavík tekur þátt í Hreyfiviku

– 21. til 27. september nk.

Hreyfivikan í Grindavík hefst næsta mánudag, 21. september og er dagskráin klár. Óhætt er að segja að dagskráin sé glæsileg því viðtökurnar við Hreyfivikunni hafa farið fram úr björtustu vonum því alls eru um 65 viðburðir á dagskrá þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi, segir í frétt frá Grindavíkurbæ.

Dagana 21. til 27. september stendur yfir Hreyfvika (Move Week) í Evrópu. Grindavíkurbær tekur þátt í annað skipti. Í fyrra tókst einstaklega vel til og er óhætt að segja að undirtektirnar hafi einnig verið framar vonum í ár. Tilgangur Hreyfivikunnar er að hvetja til virkrar hreyfingar og þátttöku í íþróttum. Það eru samtökin International Sport and Culture Association (ISCA) sem standa fyrir verkefninu en Ungmennafélag Íslands fylgir því eftir hérlendis.

Skipuleggjendur Hreyfivikunnar í Grindavík eru frístunda- og menningarsvið Grindavíkurbæjar í samstarfi við forvarnarteymi UMFG, skóla, félög, stofnanir og ýmsa fleiri aðila sem koma að hreyfingu á einn eða annan hátt.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024