Grindavík tekur á móti FH – Keflavík mætir liði Selfoss
Leikir í Pepsideild karla í knattspyrnu hefjast aftur í kvöld eftir smá hlé. Grindavík tekur á móti FH í Grindavík og Keflvíkingar sækja Selfyssinga heim á nýjan völl. Báðir leikirnir hefjast kl. 19:15.
Grindvíkingar reyna nú að forðast falldrauginn í botnbaráttu deildarinnar. Líklega mun mikið mæða á þeim á næstunni því framundan eru leikir við þrjú efstu liðin í deildinni. FH er í þriðja sæti með 26 stig og getur með sigri í kvöld blandað sér fyrir alvöru í toppbaráttuna.
Eftir 15 leiki eru Keflvíkingar í fimmta sæti deildarinnar með 23 stig eins og Stjarnan sem er sæti ofar á betra markahlutfalli. Selfoss situr í 11. sæti með 11 stig og ætti samkvæmt því ekki að vera erfiður andstæðingur en allt getur jú gerst í fótbolta á góðum degi.