Grindavík tekur á móti Eyjamönnum
Grindavík tekur á móti ÍBV í Landsbankadeild karla í dag. Leikurinn fer fram á Grindavíkurvelli en heimamenn hafa byrjað leiktíðina vel og eru í 3. sætinu.
Eyjapeyjar eru í níunda og næst neðsta sæti deildarinnar með aðeins einn sigur að baki, í fyrstu umferðinni.
Leikurinn hefst kl. 19.15.
VF-mynd úr leik liðanna á Grindavíkurvelli í fyrra.