Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindavík teflir fram kvennaliði
Fimmtudagur 26. ágúst 2010 kl. 10:11

Grindavík teflir fram kvennaliði


Grindavík ætlar að tefla fram liði í körfuknattleik kvenna á komandi leiktíð. Um tíma voru uppi vangaveltur um að svo yrði ekki vegna leikmannaflótta frá liðinu. 
Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur í körfubolta, hefur tekið af öll tvímæli um þetta.
Liðið hefur mátt sjá á eftir Jovönu Lilju Stefánsdóttur, Írisi Sverrisdóttur og Ingibjörgu Jakobsdóttur. Harpa Hallgrímsdóttir hefur snúið heim frá Njarðvík og leitað er að frekari liðsstyrk.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024