Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Grindavík tapar gegn ÍS
Mánudagur 8. nóvember 2004 kl. 22:17

Grindavík tapar gegn ÍS

Grindavík tapaði öðrum leik sínum í röð í 1. deild kvenna í kvöld þegar þær biðu lægri hlut gegn ÍS á útivelli, 62-47.

Leikurinn var uppgjör liðanna sem voru talin líkleg til að veita Keflavík hvað harðasta keppni í vetur og er afar sterkt fyrir Stúdínur að taka stigin tvö sem voru í boði í kvöld.

Grindvíkingar byrjuðu betur og leiddu naumlega eftir fyrsta fjórðung, 11-14. Þá hættu skotin að detta fyrir þær og heimastúlkur gengu á lagið. ÍS var yfir, 24-21 í hálfleik og fyrir lokafjórðunginn var staðan 37-31.

Þá brustu varnir Grindavíkur og í lokin var 15 stiga tap staðreynd.

Henning Henningsson, þjálfari Grindavíkur, sagði tapið svekkjandi, en vildi ekki meina að um áfall hafi verið að ræða. "Við áttum lélegan leik og vorum einfaldlega slakari á öllum sviðum í kvöld."

Tölfræði leiksins

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024