Grindavík tapar fyrir Rauðu stjörnunni
Knattspyrnulið Grindvíkinga tapaði fyrir liði Rauðu stjörnunnar, 3-1, í æfingaleik í Belgrad í Serbíu gær. Þetta kemur fram í grein á vefsíðu Morgunblaðsins í dag. Óli Stefán Flóventsson skoraði mark Grindvíkinga í fyrri hálfleik og jafnaði metin en heimamenn komust yfir með marki úr vítaspyrnu á lokamínútu fyrri hálfleiks og skoruðu svo þriðja markið rétt fyrir leikslok.
Rauða stjarnan stillti upp blönduðu liði gegn Grindvíkingum en í því voru nokkrir leikmenn úr aðalliðinu auk leikmanna úr varaliðinu.
í greininni kom fram að um 800 manns hefðu fylgst með leiknum sem var spilaður við afar góðar aðstæður á varavelli Rauðu stjörnunnar í Belgrad. Í dag leika Grindvíkingar við lið BSK sem leikur í 3. deild í Serbíu.