Grindavík tapaði naumlega
Grindvíkingar mættu KR í Subway-deild karla í körfuknattleik í gærkvöldi, leikið var í vesturbænum og eftir að hafa ágætis tök á leiknum rann hann úr höndum Grindvíkinga í lokin. Grindavík er áfram um miðja deild, með fjórtán stig eftir þrettán leiki.
KR - Grindavík 83:81
(18:17, 19:29, 21:19, 25:16)
Heimamenn byrjuðu betur í gær og gerður ellefu fyrstu stig leiksins, þá hrukku Grindvíkingar í gang og komust yfir í stöðunni 16:17 en KR leiddi með einu stigi eftir fyrsta leikhluta (18:17). Í öðrum leikhluta hrukku Grindvíkingar í gang og settu niður 29 stig. Þeir höfðu níu stiga forskot í hálfleik (37:46).
Eftir jafnan þriðja leikhluta þar sem KR-ingar bættu stöðu sína um tvö stig (56:65) tóku heimamenn leikinn yfir og söxuðu jafnt og þétt á forskot gestanna. Þeir sigu fram úr Grindvíkingum um miðjan fjórða leikhluta og höfðu að lokum tveggja stiga sigur (83:81).
Frammistaða Grindvíkinga: Elbert Clark Matthews 24/6 fráköst, Kristinn Pálsson 16/7 fráköst, Ivan Aurrecoechea Alcolado 14/14 fráköst, Naor Sharabani 11/4 fráköst/5 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 10/6 fráköst, Javier Valeiras Creus 4/7 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 2, Hafliði Ottó Róbertsson 0, Magnús Engill Valgeirsson 0, Kristófer Breki Gylfason 0, Hinrik Guðbjartsson 0.