Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Grindavík tapaði í ótrúlegum leik
Sunnudagur 5. október 2008 kl. 18:38

Grindavík tapaði í ótrúlegum leik

KR vann í dag Powerade-bikar karla með þriggja stiga flautukörfu frá Jason Dourisseau. Lokatölur urðu 98-95 fyrir KR, en allt stefndi í framlengingu eftir að Páll Axel Vilbergsson jafnaði leikinn í 95-95 þegar um 12 sekúndur voru til leiksloka. Smá einbeitingarleysi í vörn Grindavíkur varð til þess að Dourisseau fékk opið skot fyrir utan þriggja stigalínuna og tryggði KR-ingum ævintýranlegan sigur.



Jafnt var nánast á öllum tölum í leiknum, og var staðan í hálfleik 51-51. KR náði frumkvæðinu í þriðja leikhluta og náði mest 12 stiga forskoti. Grindvíkingar settu þá í fluggrírinn og sett niður fjórar þriggja stiga körfur, og fór Brenton Birmingham fremstur fyrir liði þeirra gulklæddur.

Grindvíkingar leiddur leikinn 73-72 fyrir lokaleikhlutann og náðu mest átta stiga forustu í byrjun fjóra leikhluta. KR kom tilbaka og náði að jafna leikinn um miðjan leikhlutan. Lokamínúturnar voru æsispennandi og skiputust liðin á að leiða leikinn.



Það kom í hlut KR að lyfta Powerade-bikarnum eftir ótrúlegan leik, þar sem bæði lið sýndu frábæra spilamennsku á köflum. Í liði Grindavíkur var Brenton Birmingham atkvæðamestur með 26 stig, tók níu fráköst og sendi níu stoðsendingar. Páll Axel Vilbergsson skoraði 21 stig og Damon Bailey skoraði 19 stig og tók 10 fráköst.

Frábært upphaf á körfuboltavertíðinni og í dag hefðu bæði lið getað farið með sigur af hólmi.

Tölfræði


VF-MYND/JJK: Brenton Birmingham átti góðan leik hjá Grindavík í dag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024