Grindavík tapaði í framlengdum leik
Grindavík mætti bikarmeisturum Tindastóls í átta liða úrslitum Domino’s- deildar karla í körfu í kvöld á Sauðárkróki. Var þetta fyrsti leikur liðanna í úrslitakeppninni. Boðið var upp á hörkuspennandi leik í kvöld en leikurinn var framlengdur, því þegar flautað var til leiksloka var staðan 81-81.
Grindavík leiddi í hálfleik 43-44 en í fyrsta leikhluta var staðan nokkuð jöfn á meðan að Grindavík þurfti að hafa fyrir því að halda í við Tindastól í öðrum leikhluta og var munurinn mestur ellefu stig með forystu Tindastóls.
Þriðji leikhlutinn var töluvert jafnari en annar og skiptust liðin á að taka forystu í leiknum, í fjórða leikhluta var Grindavík sterkari aðilinn og var lengi vel með forystuna. Í lok leikhlutans náði Tindastóll að jafna og eftir það skiptust liðin á að leiða leikinn. Tindastóll náði síðan að jafna leikinn á lokasekúndunum og því var framlengt.
Í framlengingunni var Tindastóll með yfirhöndina og náði Grindavík ekki að hirða fráköst ásamt því að þeir nýttu færin sín ekki. Lokatölur leiksins voru 96-92 og leiðir Tindastóll í einvíginu 1-0.
Liðin mætast aftur þriðjudaginn 20. mars kl. 19:15 í Mustad höllinni í Grindavík.
Stigahæstu leikmennGrindavíkur voru Dagur Kár Jónsson 26 stig og 8 stoðsendingar, J'Nathan Bullock 25 stig og5 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 19 stig og 14 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 8 stig og 5 fráköst, Ingvi Þór Guðmundsson 7 stig og 6 fráköst og Ólafur Ólafsson 4 stig og 6 fráköst.
Stigahæstu leikmenn Tindastóls voru Antonio Hester 33 stig og 9 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson 24 stig og 6 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 18 stig, 11 fráköst og 7 stoðsendingar, Viðar Ágústsson 7 stig, Hannes Ingi Másson 5 stig og Chris Davenport 5 stig.