Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindavík tapaði í Eyjum og jafntefli hjá Þrótti í markaleik
Þróttarar fagna einu marka sinna gegn KFG í gær. Myndir/Helgi Þór Gunnarsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 1. ágúst 2024 kl. 09:47

Grindavík tapaði í Eyjum og jafntefli hjá Þrótti í markaleik

Grindavík tapaði fyrir ÍBV úti í Eyjum í gær þegar liðin áttust við í Lengjudeild kvenna í knattspyrnu. Á sama tíma gerðu Þróttarar 3:3 jafntefli við KFG í Garðabæ í annarri deild karla.

Jada Lenise Colbert er komin á blað eftir að hafa gengið á nýjan leik í raðir Grindvíkinga fyrir skemmstu. Mynd úr safni VF/JPK

Í leik ÍBV og Grindavíkur voru Eyjakonur sterkari aðilinn og þær náðu þriggja marka forystu áður en Jada Lenise Colbert minnkaði muninn fyrir Grindavík skömmu fyrir leikslok. Grindavík situr í áttunda sæti Lengjudeildarinnar með fjórtán stig eftir þrettán umferðir. Þær eru ekki langt frá fallsæti en Selfoss er í því níunda, fjórum stigum á eftir Grindavík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

ÍBV - Grindavík 3:1

Mark Grindavíkur: Jada Lenise Colbert (89’).
Mörk ÍBV: Olga Sevcova (33’), Viktorija Zaicikova (51’) og Erna Sólveig Davíðsdóttir (88’).


Það stefndi allt í sigur Þróttar en KFG skoraði tvö mörk skömmu fyrir leikslok til að tryggja sér jafntefli.

Það vantaði ekki mörkin í leik Þróttar og KFG sem fór fram í Garðabæ í gær. Þróttur náði snemma forystu með marki Ólafar Árna Eyjólfssonar (12') og tvöfölduðu forskot sitt sex mínútum síðar (18').

Garðbæingar minnkuðu muninn í seinni hálfleik (59´) en Jóhannes Karl Bárðarson jók hann aftur í tvö mörk (71'). Garðbæingar lögðu þó ekki árar í bát og tíu mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma minnkuðu þeir muninn á nýjan leik (80') og náðu svo inn jöfnunarmarki áður en leikurinn var úti (86').

Þróttarar færast niður um eitt sæti með jafnteflinu og sitja nú í því sjötta. Fimmtándu umferð lýkur í kvöld en þá taka Reynismenn á móti KFA.

KFG - Þróttur 3:3

Mörk Þróttar: Ólafur Árni Eyjólfsson (12’), Eiður Baldvin Baldvinsson (18’) og Jóhannes Karl Bárðarson (71’).
Mörk KFG: Dagur Orri Garðarsson (59’ og 80’) og Guðjón Baldvinsson (86’).