Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindavík tapaði gegn KR
Miðvikudagur 21. mars 2018 kl. 21:16

Grindavík tapaði gegn KR

- KR leiðir einvígið 2-0

Grindavík tók á móti KR í úrslitakeppni 1. deildar kvenna í körfu í kvöld. Grindavík tapaði fyrri viðureign liðanna en KR hefur unnið alla leikina í deildinni í vetur. KR hafði yfirhöndina nánast allan tímann í leiknum og leiddi eftir fyrsta leikhluta 7-22. Þegar flautað var til hálfleiks var staðan 20-44. Sigur KR var aldrei í hættu í kvöld en lokatölur leiksins voru 53-73 og leiðir liðið einvígið með tveimur sigrum gegn engum og ef KR sigrar næsta leik er liðið komið í úrslit, liðin mætast næst þann 29. mars nk. í Frostaskjóli.

Stigahæstu leikmenn Grindavíkur voru,  Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir 19 stig og 9 fráköst, Ólöf Rún Óladóttir 11 stig, 4 fráköst og 5 stolnir boltar, Thea Ólafía Lucic Jónsdóttir 7 stig, Angela Björg Steingrímsdóttir 6 stig, Anna Margrét Lucic Jónsdóttir 6 stig og Jenný Geirdal Kjartansdóttir 4 stig og 4 fráköst.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024