Grindavík tapaði gegn bikarmeisturunum
Grindavík heimsótti nýkrýnda bikarmeistara Tindastóls í kvöld í Domino´s-deild karla í körfu. Lokatölur leiksins voru 94-82 fyrir Tindastól en í hálfleik stóðu leikar 44-38 Tindastól í vil og slepptu þeir forystunni ekki allan seinni hálfleikinn. Grindavík er sem stendur í sjötta sæti deilarinnar með sextán stig.
Stigahæstu leikmenn Grindavíkur voru J'Nathan Bullock með 33 stig og 16 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson með 12 stig, Dagur Kár Jónsson með 8 stig og 5 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson með 8 stig og 5 fráköst, Ingvi Þór Guðmundsson með 8 stig og Sigurður Gunnar Þorsteinsson með 7 stig og 6 fráköst.