Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindavík tapaði fyrir Stjörnunni
Dagur Kári Jónsson gerði 30 stig gegn Stjörnunni. Mynd úr safni Víkurfrétta.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
mánudaginn 28. september 2020 kl. 09:10

Grindavík tapaði fyrir Stjörnunni

Grindavík lék úti gegn Stjörnunni í gær í árlegri meistarakeppni karla í körfubolta. Stjarnan, deildar- og bikarmeistari síðasta árs, hafði yfirhöndina eftir fyrsta leikhluta (28:23) og gaf forystuna aldrei eftir. Lokatölur 106:86.

Dagur Kári Jónsson var atkvæðamestur Grindvíkinga með 30 stig og Joonas Jarvelainen var með 23 stig og hirti fimm fráköst.

Grindavík: Dagur Kár Jónsson 30, Joonas Jarvelainen 23/5 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 17/7 fráköst/5 stoðsendingar, Johann Arni Olafsson 8, Ólafur Ólafsson 4, Jens Valgeir Óskarsson 3/7 fráköst, Hafliði Ottó Róbertsson 1, Magnús Engill Valgeirsson 0, Kristófer Breki Gylfason 0/5 fráköst.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024