Grindavík tapaði fyrir Snæfell – Úrslit réðust á lokamínútunum
Íslandsmeistarar Snæfells stálu toppslagnum í Röstinni og lögðu heimamenn 86-90. Um magnaðan spennuleik var að ræða þar sem Hólmarar settu sjö stig á Grindavík á síðustu mínútu leiksins og fóru þeir Jón Ólafur Jónsson og Pálmi Freyr Sigurgeirsson þar fremstir í flokki með hvað fífldjörfustu körfurnar.
Ryan Pettinella var óstöðvandi í liði Grindavíkur með 35 stig og 20 fráköst. Jón Ólafur Jónsson leiddi svo Snæfell áfram með 26 stig og 8 fráköst en Jón og Pálmi Freyr settu lykilkörfur Snæfells í leiknum á lokasprettinum þegar mest á reyndi. Magnaður karaktersigur Hólmara sem voru undir 82-74 þegar þrjár mínútur voru til leiksloka.
Mynd: Jón Björn - karfan.is