Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Grindavík tapaði fyrir Fjölni
Mánudagur 19. febrúar 2018 kl. 09:40

Grindavík tapaði fyrir Fjölni

Grindavík mætti Fjölni í 1. deild kvenna í körfu í gærkvöldi. Fjölnir er í 2. sæti deildarinnar á meðan Grindavík situr í 4.-5. sæti ásamt ÍR. Leikurinn var nokkuð jafn framan af og skiptust liðin á að hafa forystu í fyrri hálfleik, Grindavík leiddi í hálfleik 27-35.

Þegar flautað var til seinni hálfleiks þá var Fjölnir sterkari aðilinn og náðu góðri forystu í 4. leikhluta sem þær létu ekki af hendi og endaði leikurinn með 14 stiga sigri Fjölnis 76-62 en Fjölnir skoraði síðustu 10 stig leiksins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Grindavík tekur á móti ÍR  annað kvöld kl. 19:15 í Grindavík en þar verður hörkuspennandi leikur þar sem liðin eru hvort með 16 stig í 4.-5. sæti.

Stigahæstu leikmenn Grindavíkur voru Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir með 14 stig og 7 fráköst, Elsa Albertsdóttir með 11 stig og 11 fráköst, Thea Ólafía Lucic Jónsdóttir með 10 stig og Halla Emilía Garðarsdóttir með 4 stig og 5 fráköst.