Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindavík tapaði fyrir FH
Úr leik Grindavíkur og FH í kvöld. VF-mynd: Hilmar Bragi
Sunnudagur 22. júlí 2012 kl. 23:00

Grindavík tapaði fyrir FH

FH sigraði Grindavík 1-0 í 12. umferð úrvalsdeildar karla í knattspyrnu í kvöld en leikurinn fór fram í Grindavík. Guðmann Þórisson skoraði sigurmark FH-inga eftir 5 mínútna leik.

FH er nú með 23 stig í öðru sæti deildarinnar en Grindavík er í neðsta sætinu með 6 stig.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Umferðinni lýkur með fjórum leikjum á morgun. Þar fá m.a. Keflvíkingar Fylkismenn í heimsókn til Keflavíkur en leikurinn hefst kl. 19:15.