Grindavík tapaði á útivelli gegn Val
Grindavík tapaði gegn Val á útivelli í Dominos-deild kvenna í gær, 82-68. Með sigrinum þokaði Valur sér nær þriðja sætinu þar sem Grindavík hefur verið en aðeins tvö stig skilja liðin að. Pálína Gunnlaugsdóttir var stigahæst í liði Grindavíkur með 20 stig, María Ben Erlingsdóttir skoraði 12 og Petrúnella Skúladóttir var með 11 stig.
Valur-Grindavík 82-68 (20-16, 27-15, 20-20, 15-17)
Valur: Taleya Mayberry 26/8 fráköst, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 18/7 fráköst/3 varin skot, Guðbjörg Sverrisdóttir 14/8 fráköst/7 stoðsendingar/5 stolnir/3 varin skot, Kristrún Sigurjónsdóttir 14, Ragnheiður Benónísdóttir 4/10 fráköst, Sóllilja Bjarnadóttir 4, Sara Diljá Sigurðardóttir 2, Regína Ösp Guðmundsdóttir 0, Margrét Ósk Einarsdóttir 0, Bylgja Sif Jónsdóttir 0.
Grindavík: Pálína Gunnlaugsdóttir 20, María Ben Erlingsdóttir 12/8 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 11/9 fráköst, Jeanne Lois Figeroa Sicat 7, Ingibjörg Jakobsdóttir 6, Kristina King 5/12 fráköst/8 stoðsendingar, Lilja Ósk Sigmarsdóttir 3/4 fráköst, Berglind Anna Magnúsdóttir 2, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 2, Hrund Skuladóttir 0, Elsa Katrín Eiríksdóttir 0, Katrín Ösp Rúnarsdóttir 0.
Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Björgvin Rúnarsson
Staða:
1 Snæfell 21 19 2 1617 - 1292 38
2 Keflavík 21 17 4 1772 - 1334 34
3 Grindavík 21 13 8 1523 - 1488 26
4 Haukar 21 12 9 1442 - 1381 24
5 Valur 21 12 9 1577 - 1492 24
6 Hamar 21 5 16 1136 - 1530 10
7 KR 21 4 17 1265 - 1496 8
8 Breiðablik 21 2 19 1276 - 1595 4