Grindavík styrkir stöðu sína: Fyrsti sigur Njarðvíkinga í höfn
Grindvíkingar styrktu stöðu sína á toppi 1. deildar karla í knattspyrnu með 2-1 sigri á Þrótti Reykjavík í toppslag deildarinnar. Njarðvíkingar lögðu Fjölni 2-1 á Keflavíkurvelli þar sem markvörðurinn Albert Sævarsson gerði bæði mörk Njarðvíkinga í leiknum úr vítaspyrnu. Reynir Sandgerði gerði 0-0 jafntefli við KA á Akureyri.
Markalaust var í hálfleik hjá Grindavík og Þrótti en á 60. mínútu kom
Njarðvíkingar voru 0-1 undir gegn Fjölni í hálfleik en gestirnir skoruðu úr vítaspyrnu á 6. mínútu leiksins. Öll mörk leiksins á Keflavíkurvelli reyndust koma úr vítaspyrnum en Njarðvíkingar fengu tvær slíkar í síðari hálfleik þar sem aðalvítaskytta liðsins, markvörðurinn Albert Sævarsson skoraði úr báðum spyrnunum og þar við sat. Fyrsti sigur Njarðvíkinga í 1. deildinni þetta sumarið í höfn en grænir eru nú í 8. sæti deildarinnar með 6 stig.
Reynismenn gerðu markalaust jafntefli við KA á Akureyri og misstu Hjört Fjeldsted út af í fyrri hálfleik með rautt spjald fyrir kjaftbrúk. Reynismenn gerðu vel að halda jöfnu en þegar líða tók á síðari hálfleikinn misstu KA-menn einnig mann af velli með rautt spjald og liðin luku leik með markalausu jafntefli. Eftir leik kvöldsins eru Reynismenn í 10. sæti deildarinnar með 5 stig.
VF-myndir/ [email protected]