Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindavík styrkir stöðu sína á toppnum
Föstudagur 1. júní 2007 kl. 09:08

Grindavík styrkir stöðu sína á toppnum

Sigur Grindavíkur gegn Víkingi Ólafsvík í gær gæti reynst þeim gulu dýrkeyptur þar sem þeir Michael Jónsson og Eysteinn Húni Hauksson þurftu báðir að fara meiddir af velli í gær. Grindavík lagði Víking 3-0 á Grindavíkurvelli og hafa því styrkt stöðu sína á toppi 1. deildar með 10 stig eftir fjóra leiki.

 

Scott Ramsay kom Grindavík í 1-0 á 36. mínútu með glæsilegu skoti upp í samskeytin og Goran Vujic bætti við öðru gulu marki á 45. mínútu. Þriðja og síðasta mark leiksins gerði Paul McShane á 81. mínútu og hafa Grindvíkingar nú gert átta mörk í deildinni en aðeins fengið á sig eitt mark. Þess má geta að Andri Steinn Birgisson átti drjúgan þátt í öllum Grindavíkurmörkunum.

 

Næsti leikur Grindavíkur er grannaslagur gegn Njarðvíkingum en það er fyrsti Suðurnesjaslagurinn í 1. deildinni í sumar og fer hann fram á Njarðvíkurvelli föstudaginn 8. júní kl. 20:00.

 

Njarðvíkingar halda Norður í dag og mæta Þór frá Akureyri og hefst leikurinn kl. 19:15. Njarðvíkingar hafa gert jafntefli í fyrstu þremur leikjum sínum en Þórsarar virðast hafa fundið fjölina eftir 5-1 sigur á Reyni fyrir skemmstu.

 

VF-myndir/ Þorsteinn Gunnar Kristjánsson - Á efri myndinni er Paul McShane í baráttunni en á þeirri neðri er eldingin Mounir Ahandour að leggja af stað í eitt af sínum ofurhlaupum en Ahandour er einstaklega snöggur leikmaður og hefur leikið margan varnarmanninn grátt með hraða sínum.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024