Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindavík spáð falli: Keflavík í áttunda og konurnar í fjórða
Miðvikudagur 7. maí 2008 kl. 18:05

Grindavík spáð falli: Keflavík í áttunda og konurnar í fjórða

Nýliðum Grindavíkur í Landsbankadeild karla í knattspyrnu var í dag spáð falli í 1. deild að lokinni leiktíð á árlegum kynningarfundi Landsbankadeildanna. Karlaliði Keflavíkur er spáð 8. sæti í deildinni en kvennaliði félagsins er spáð 4. sæti í Landsbankadeild kvenna. Þá er Valsmönnum spáð Íslandsmeistaratitlinum í karlaflokki annað árið í röð og bikarmeisturum KR í kvennaflokki spáð sigri í Landsbankadeild kvenna. Það eru fyrirliðar, þjálfarar og forráðamenn liðanna í Landsbankadeildinni sem standa að spánni.
 
Fram kom á kynningarfundinum að miðaverð á völlinn mun hækka í sumar úr 1200 kr. í 1500 kr. en hægt verður að kaupa miða á leiki í Landsbankadeildinni á kr. 1200 á internetinu. Áhorfendamet var slegið í Landsbankadeildinni á síðustu leiktíð en markaðsstarf Landsbankans er jafnan stærsta markaðsherferð Landsbankas ár hvert. Næstu 23 vikur verða því undirlagðar í knattspyrnu en 132 leikir fara fram í Landsbankadeild karla sem skipuð verður 12 liðum og 90 leikir í Landsbankadeild kvenna sem skipuð verður 10 liðum.
 
Spárnar
 
Landsbankadeild kvenna
 
  1. KR
  2. Valur
  3. Breiðablik
  4. Keflavík
  5. Stjarnan
  6. Fylkir
  7. Þór/KA
  8. Afturelding
  9. HK/Víkingur
  10. Fjölnir
 
Landsbankadeild karla
 
  1. Valur
  2. FH
  3. KR
  4. ÍA
  5. Breiðablik
  6. Fylkir
  7. Fram
  8. Keflavík
  9. HK
  10. Þróttur Reykjavík
  11. Fjölnir
  12. Grindavík
 
Keflavík mætir Íslandsmeisturum Vals í fyrsta leik sínum á Sparisjóðsvellinum í Keflavík kl. 16:15 laugardaginn 10. maí en það er enginn annar en Kristinn Jakobsson sem dæma mun leikinn sem sýndur verður í beinni á Stöð 2 Sport. Tölfræðin segir að Kristinn muni líkast til dæma vítaspyrnu á Keflavík í leiknum og verður fróðlegt að sjá hvort það gangi eftir.
 
Grindvíkingar heimsækja KR í sínum fyrsta leik í Vesturbæinn á laugardag og hefst leikur liðanna á slaginu 14:00 á KR-velli. Landsbankadeild kvenna hefst eftir helgi en Keflavík tekur á móti bikarmeisturum KR í Keflavík kl. 19:15 þriðjudaginn 13. maí.
 
VF-Myndir/ [email protected] Efri mynd: Fyrirliðar liðanna í Landsbankadeild kvenna. Neðri mynd: Fyrirliðar liðanna í Landsbankadeild karla.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024