Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindavík spáð 9. sæti í Pepsi- deild kvenna
Fimmtudagur 26. apríl 2018 kl. 06:00

Grindavík spáð 9. sæti í Pepsi- deild kvenna

Grindavík er spáð 9. sæti í Pepsi- deild kvenna af Fótbolti.net en liðið endaði í sjöunda sæti deildarinnar í fyrra og náði þar með að halda sér uppi. Aðeins tíu lið eru í deildinni og er því liðinu spáð fallsæti. Nýr þjálfari hefur tekið við liðinu en það er Ray Anthony Jónsson, fyrrum leikmaður Grindavíkur.

Liðið hefur misst marga reynslubolta úr liðinu frá því í fyrra og er teflir Grindavík fram frekar ungu liði en efnilegir leikmenn eru innan liðsins. Þá hefur Grindavík fengið til sín sterka erlenda leikmenn sem hafa verið lyftistöng fyrir liðið. Þetta segir meðal annars í umfjöllun um styrkleika liðsins: Hafa verið skipulagðar og reynt að spila sterkan varnarleik og stungið stærri liðin illa með hröðum skyndisóknum. „Ef styrkingin erlendis frá verður úr efri skúffunum þá gætu þær hjálpað kjarnanum sem fyrir er að taka skref upp á við frá í fyrra.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Lykilleikmenn liðsins eru taldir vera Vivian, markmaður liðsins, Ísabel Jasmín Almarsdóttir, fyrirliði og hin brasilíska Rilany. Dröfn Einarsdóttir er einnig talin upp sem leikmaður sem verður gaman að fylgjast með en hún hefur leikið með yngri landsliðum Íslands.

Komnar:
Rio Hardy frá Englandi
Steffi Hardy frá Englandi
Margrét Hulda Þorsteinsdóttir frá Keflavík

Farnar:
Sara Hrund Helgadóttir hætt
Emma Higgins í Selfoss
Carolina Mendes til Ítalíu
Thaisa de Moraes Rosa til Brasilíu
Lauren Brennan til Nýja-Sjálands
Guðrún Bentína Frímannsdóttir hætt
Anna Þórunn Guðmunsdóttir hætt

Grindavík tekur á móti Þór/KA þann 5. maí á Grindavíkurvelli.