Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 10. maí 2001 kl. 22:33

Grindavík spáð 2. sæti í Símadeildinni í sumar

Grindavík er spáð öðru sæti á Íslandsmótinu í knattspyrnu í sumar. Forsvarsmenn þeirra knattspyrnuliða sem eiga sæti í efstu deild á Íslandsmótinu í knattspyrnu, spá því að KR fari með sigur af hólmi í sumar, þriðja árið í röð. Reykjavíkurfélögunum Fram og Val er spáð falli í 1. deild. Þessi spá var kynnt á blaðamannafundi í dag og þar var jafnframt skrifað undir eins árs samning milli Knattspyrnusambands Íslands og Símans um að deildin heiti Símadeildin.






Röðin í könnuninni var þessi:
KR 288 stig
Grindavík 256 stig
Fylkir 250 stig
ÍBV 173 stig
ÍA 161 stig
FH 159 stig
Keflavík 124 stig
Breiðablik 98 stig
Fram 81 stig
Valur 60 stig.

Opnunarleikur Íslandsmótsins verður leikinn þriðjudaginn 15. maí klukkan 20 en þar leika Fylkir og KR.

Aðrir leikir í 1. umferð verða leiknir 17. maí nk. en þar eigast við Grindavík og Keflavík í Grindavík, Fram og Valur á Laugardalsvelli, ÍA og FH á Akranesvelli, Breiðablik og ÍBV á Kópavogsvelli.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024