Grindavík sigrar sinn þriðja leik
Grindavík sigraði sinn þriðja leik í röð í Domino´s deild kvenna í körfu í gær. Grindavík var með yfirhöndina nánast allan leikinn og núna hefur ungt og efnilegt lið Grindavíkur sigrað þrjá leiki í röð í deildinni en þær ætla sér að vera eitt af bestu liðunum í deildinni.
Stigahæstar í liði Grindavíkur voru Embla Kristínardóttir með 31 stig og 13 fráköst ásamt 5 stolnum boltum, Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir var með 12 stig og 8 fráköst og Angela Björg Steingrímsdóttir var með 11 stig og 4 fráköst.