Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindavík sigrar í Kópavogi
Mánudagur 29. maí 2006 kl. 21:45

Grindavík sigrar í Kópavogi

Grindavík vann frækinn útisigur á Breiðabliki í kvöld, 2-3.

Óli Stefán Flóventsson kom Grindvíkingum yfir, en Marel Baldvinsson skoraði tvö mörk úr vítum sitt hvorum megin við hálfleik.Í báðum tilvikum var dæmd hendi.

Óskar Örn Hauksson var hins vegar hetja Grindvíkinga því hann skoraði 2 mörk á lokamínútunum og tryggði sigurinn.

Grindvíkingar eru því í þriðja sæti Landsbankadeildarinnar, á eftir Keflavík, með jafn mörg stig.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024