Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Grindavík sigraði Val
Sunnudagur 4. mars 2018 kl. 22:12

Grindavík sigraði Val

Grindavík heimsótti Val í kvöld í Domino´s-deild karla í körfu en þessi leikur var næst síðasti deildarleikur Grindavíkur. Eftir fyrsta leikhluta leiddi Grindavík með sex stigum 20-26 og í öðrum leikhluta voru leikmenn Grindavíkur í þristastuði og skoruðu hvorki meira né minna en sjö þriggja stiga körfur. Grindavík hélt forystunni áfram og í hálfleik var staðan 42-59. Grindavík var áfram með yfirhöndina í seinni hálfleik og endaði leikurinn 78-100 fyrir Grindavík.

Grindavík er í fimmta sæti eftir leiki kvöldsins en á morgun kemur í ljós hvar liðið stendur þegar síðustu leikur umferðarinnar fara fram.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Stigahæstu leikmenn Grindavíkur: J'Nathan Bullock 22 stig og9 fráköst, Dagur Kár Jónsson 22 stig og 8 stoðsendingar, Þorsteinn Finnbogason 16 stig og 7 fráköst, Ingvi Þór Guðmundsson 15 stig,6 fráköst og 6 stoðsendingar, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 12 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 6 stig og 7 stoðsendingar.